Auglýsingastofan Kontor hlaut flest verðlaun á Lúðrinum 2024

Lúðurinn var afhentur á ÍMARK-deginum 7. mars síðastliðinn, en Kontor hlaut flesta Lúðra í ár.
Þetta var í 39. skipti sem Lúðurinn var veittur, en hann er uppskeruhátíð markaðs- og auglýsingafólks þar sem frumlegustu, skapandi og snjöllustu hugmyndirnar, sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt, hljóta viðurkenningu.
Verðlaunin eru veitt í samstarfi ÍMARK, samtaka markaðs- og auglýsingafólks, og Sambands íslenskra auglýsingastofa.
Kontor með þrjá Lúðra fyrir Kringluna og einn fyrir Val fólksins.
Kontor hlaut sem fyrr segir flest verðlaun í ár. Þrjú þeirra voru fyrir hönd Kringlunnar í eftirfarandi flokkum:
- Kvikmyndaðar auglýsingar – styttri
- Prentauglýsingar
- Herferðir
Auk þess vann Kontor Val fólksins, sem er kosning á mbl.is.
Brandenburg og Hér & Nú með þrjá Lúðra
Brandenburg hlaut Lúður fyrir eftirfarandi verkefni:
- Viðburðir: Viðburðinn „Merkileg“ á Hönnunarmars (flokkur: Viðburðir)
- Almannaheilla - opinn flokkur: Búðu til pláss fyrir UNICEF (flokkur: Almannaheilla – opinn flokkur)
- Mörkun ásýnd vörumerkis: Heimar
Hér & Nú fékk einnig þrjá Lúðra fyrir eftirfarandi auglýsingar:
- Hljóðauglýsingar: Dánafregnir - Í samstarfi við Blush og Sorpu
- Umhverfisauglýsingar: Bleika tunnan - Í samstarfi við Blush og Sorpu
- Kvikmyndaðar auglýsingar Lengri: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
PIPAR - Ekki taka skjáhættuna með tvo Lúðra
Pipar\TBWA vann tvo Lúðra fyrir auglýsinguna "Ekki taka skjáhættuna" sem þau unnu í samstarfi Sjóvá. Það var í flokknum PR og veggspjöldum og skiltum. Pipar vann einnig silfur í flokknum - Almannaheillaauglýsingar - kvikmynduð auglýsing fyrir "Afsakið hlé" sem þau unni með UN Women.
HVÍTA HÚSIÐ - KOMBAKK með tvo Lúðra
Hvíta húsið vann tvo Lúðra fyrir auglýsinguna "Kombakk" sem þau unnu í samstarfi við VIRK. Það var fyrir flokkana "Almannaheillaauglýsingar - kvikmynduð auglýsing og "Almannaheillaauglýsingar - Herferðir".
CIRKUS með tvo Lúðra
Cirkus auglýsingastofa vann tvo Lúðra í ár. Annar Lúðurinn var fyrir auglýsinguna "Gleðileg Hljóð" sem þau unnu í samstarfi við KPMG í flokknum "Stafrænar auglýsingar" og hinn fyrir auglýsinguna "Rafpóstur" sem þau unnu í samstarfi við Orkux Flona í flokknum "Bein markaðssetning"
Ennemm með einn Lúður og eitt silfur
Ennemm vann Lúður fyrir auglýsinguna "Þinn fallegi dagur" sem þau unnu í samstarfi við Ölgerðina- Collab í flokknum "Stafrænar auglýsingar - gagnvirkni", Ennemm vann einnig silfurverðlaun fyrir auglýsinguna "Fyrir hraðari endurheimt" í flokknum "Kvikmyndaðar auglýsingar lengri
Þrjú silfurverðlaun veitt
Keppnin var hörð í nokkrum flokkum og dómnefnd Lúðursins ákvað að veita silfurverðlaun í þeim flokkum þar sem lítill munur var á tveimur efstu auglýsingunum.
Eftirfarandi fyrirtæki hlutu silfurverðlaun:
ENNEMM + AriMagg
með auglýsinguna "Fyrir hraðari endurheimt" í flokknum "Kvikmyndaðar auglýsingar lengri sem þau unnu fyrir Ölgerðina- Collab Hydro.
Pipar\TBWA með auglýsinguna "Afsakið hlé" í flokknum "Almannaheillaauglýsingar - kvikmynduð auglýsing " sem þau unnu fyrir UN Women.
Brandenburg+ PLAY með auglýsinguna "Eyddu í fríið" í flokknum "Veggspjöld og skilti"sem þau unnu fyrir PLAY.
Sjá hér að neðan lista yfir alla siguvergara og silfurhafa:
01: Kvikmyndaðar auglýsingar - Lengri
Nafn auglýsingar: Reykjavíkurmaraþon Íslandsbanka
Auglýsandi: Íslandsbanki
Auglýsingastofa: Hér&Nú
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
02: Kvikmyndaðar auglýsingar - Styttri
Nafn auglýsingar: Ekkert smá
Auglýsandi: Kringlan
Auglýsingastofa: Kontor
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
03: Prentauglýsingar
Nafn auglýsingar: Ekkert smá
Auglýsandi: Kringlan
Auglýsingastofa: Kontor
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
04: Hljóðauglýsingar
Nafn auglýsingar: Dánarfregnir
Auglýsandi: Blush & Sorpa
Auglýsingastofa: Hér&Nú
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
05: Bein markaðssetning
Nafn auglýsingar: Rafpóstur
Auglýsandi: Orka x Floni
Auglýsingastofa: Cirkus auglýsingastofa
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
06: Veggspjöld og skilti
Nafn auglýsingar: Ekki taka skjáhættuna
Auglýsandi: Samgöngustofa og Sjóvá
Auglýsingastofa: Pipar /TBWA
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
07: Umhverfisauglýsingar
Nafn auglýsingar: Bleika tunnan
Auglýsandi: Blush & Sorpa
Auglýsingastofa: Hér&Nú
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
08: Viðburðir
Nafn auglýsingar: Merkileg
Auglýsandi: Brandenburg
Auglýsingastofa: Brandenburg
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
09: PR
Nafn auglýsingar: Ekki taka skjáhættuna
Auglýsandi: Sjóvá og Samgöngustofa
Auglýsingastofa: Pipar /TBWA
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
10: Stafræn auglýsing
Nafn auglýsingar: Gleðileg hljóð
Auglýsandi: KPMG
Auglýsingastofa: Cirkus auglýsingastofa
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
11: Stafræn auglýsing - Gagnvirkar/virkjun
Nafn auglýsingar: Þinn fallegi dagur
Auglýsandi: Ölgerðin - Collab
Auglýsingastofa: ENNEMM
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
12: Almannaheillaauglýsingar - Kvikmynduð auglýsing
Nafn auglýsingar: Kombakk
Auglýsandi: VIRK
Auglýsingastofa: Hvíta húsið
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
13: Almannaheillaauglýsingar - Opinn flokkur
Nafn auglýsingar: Búðu til pláss
Auglýsandi: Unicef
Auglýsingastofa: Brandenburg
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
14: Almannaheillaauglýsingar - Herferðir
Nafn auglýsingar: Kombakk
Auglýsandi: VIRK
Auglýsingastofa: Hvíta húsið
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
15: Mörkun - ásýnd vörumerkis
Nafn auglýsingar: Heimar
Auglýsandi: Heimar
Auglýsingastofa: Brandenburg
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
16: Herferð
Nafn auglýsingar: Ekkert smá stór Kringlan
Auglýsandi: Kringlan
Auglýsingastofa: Kontor
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
17. Áran
Nafn auglýsingar: Síminn
Auglýsandi: Iceguys
Auglýsingastofa: Síminn
Verðlaun: Sigurvegari
--------------------------------------------------
Val Fólksins mbl.is
Nafn auglýsingar: Yfir sjó og land til þín
Auglýsandi: Eimskip
Auglýsingastofa: Kontor