ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks, voru stofnuð árið 1986 og eru samtök einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. Sigurður Ágúst Jensson var fyrsti formaður ÍMARK og var jafnframt hvatamaður að stofnun samtakanna.
Tilgangur samtakanna er m.a. að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuðla að auknum skilningi á mikilvægi þeirra. Félagsmenn koma frá öllum helstu fyrirtækjum landsins og hefur breidd félagsmanna aukist á undanförnum árum. Aukin fræðsla og gott tengslanet er mjög mikilvægt í nútímaviðskiptalífi og ÍMARK hefur reynst góður vettvangur í því sambandi: