Verðlaun veitt af ÍMARK

Eitt af megin hlutverkum ÍMARK er að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuðla að auknum skilningi á mikilvægi þeirra. 

Með þetta að leiðarljósi standa samtökin að veitingu ýmissa verðlauna til að vekja athygli á framúrskarandi markaðsstarfi.


Í SAMSTARFI VIÐ MASKÍNU

Verðlaun fyrir auglýsingastofu ársins og vörumerki ársins eru veitt ár hvert á ÍMARK deginum.


Verðlaunin fyrir auglýsingastofu ársins eru veitt fyrir framúrskarandi þjónustu, hugmyndaauðgi, fagleg vinnubrögð og áherslu á árangur viðskiptavina á nýliðnu ári.


Verðlaun fyrir vörumerki ársins eru veitt fyrir framúrskarandi markaðssetningu.


Maskína stendur árlega fyrir ítarlegri könnun sem lögð er fyrir stjórnendur í atvinnulífnu í aðdraganda ÍMARK dagsins.




Auglýsingastofa ársins:

2023      Pipar/TBWA

2022      Brandenburg

2021       Brandenburg

2019       Hvíta húsið

2018       Brandenburg

2017        Brandenburg

2016        Brandenburg


Vörumerki ársins:

2023      Krónan

2022      Krónan

2021       Krónan

2019       Icelandair

2018       Icelandair

2017       Wow air

2016       Wow air     


Verðlaunin eru afhent árlega við hátíðlega athöfn samhliða ÍMARK deginum.

Lúðurinn eru verðlaun sem veita frumlegum, skapandi og snjöllum hugmyndum, sem eru útfærðar á framúrskarandi hátt, viðurkenningu. 

Lúðurinn er veittur í 16 flokkum


Nánar um Lúðurinn

Árangursverðlaunum er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri. Lykilþáttur í mati dómnefndar er sönnun á árangri herferðarinnar. Herferðir verða að samhæfa á árangursríkan hátt fjölþætta færni sem þarf til að gera góða markaðsáætlun: Áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun.

Nánar um ÁRUNA

Íslensku markaðsverðlaunin


Íslensku markaðsverðlaunin

ÍMARK hefur veitt Markaðsverðlaunin frá árinu 1991, en markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja og er það dómnefnd á vegum ÍMARK sem velur fyrirtækin.  Verðlaunin eru veitt annað hvert ár fyrir markaðsfyrirtæki ársins og annað hvert ár fyrir markaðsmanneskju ársins.


Markaðsfyrirtæki ársins
Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst af markaðsstarfi þeirra. Við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku við markaðsstarfið og að fjárhagslegt öryggi sé til staðar. 


Markaðsmanneskja ársins

Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á tímabilinu, 2 ár aftur í tímann. Við valið er leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu. 


Dómnefnd
Dómnefnd markaðsmanneskju ársins skipa fagaðilar með fjölbreyttan bakgrunn. Öllu jafna inniheldur dómnefnd aðila frá rannsóknarfyrirtæki, nýsköpunarsamfélaginu, háskólasamfélaginu, atvinnulífinu, fulltrúa úr stjórn ÍMARK og eftir atvikum markaðsmanneskju frá fyrri árum.


Tilnefningar & þátttökuréttur

Leitað er eftir tilnefningum til félagsmanna til beggja verðlauna. Þau fyrirtæki sem verða valin af dómnefnd skila inn tilheyrandi gögnum sem dómnefndin úrskurðar síðan um.
Dómnefnd er skipuð fulltrúum úr atvinnulífinu & háskólasamfélaginu.
Yfirlit yfir þau fyrirtæki og einstaklinga sem hafa unnið.
Share by: