Ólafur Þór, sviðsstjóri markaðsrannsókna hjá MASKÍNU veitti verðlaun fyrir auglýsingastofu og vörumerki ársins. Til vinstri er Pipar\TBWA með verðlaun fyrir auglýsingastofu ársins og til hægri er Gislí Brynjólfsson forstöðumaður markaðsmála hjá Icelandair með verðlaun fyrir vörumerki ársins..
Maskína kynnti og verðlaunaði Auglýsingastofu ársins og Vörumerkis ársins á ÍMARK deginum sem fór fram með pompi og prakt þann 7. mars 2025 í Háskólabíó. Maskína hefur verið bakhjarl ÍMARK dagsins síðastliðin níu ár.
Verðlaunin fyrir auglýsingastofu ársins eru veitt fyrir framúrskarandi þjónustu, hugmyndaauðgi, fagleg vinnubrögð og áherslu á árangur viðskiptavina á nýliðnu ári.
Verðlaun fyrir vörumerki ársins eru veitt fyrir framúrskarandi markaðssetningu.
Í ár var það Pipar\TBWA sem hlaut titilinn Auglýsingastofa ársins 2024 annað árið í röð og Icelandair hlaut titilinn Vörumerki ársins 2024.