ÍMARK dagurinn og Lúðurinn fóru fram í Háskólabíói 1 mars 2024.
Dagurinn byrjaði á hádegi með afhendingu þriggja verðlauna:
ÁRA- Ölgerðin og ENNEMM hlutu þau verðlaun fyrir herferðina Collab tekur forystuna. Óli Rúnar Jónsson, framkvæmdastjóri markaðssviðs Ölgerðarinnar flutti erindi þar sem farið var yfir þann árangur sem herferðin skilaði.
Auglýsingastofa ársins- Pipar/TBWA hlaut verðlaunin en þau eru veitt í samstarfi við Maskínu.
Vörumerki ársins- Krónan hlaut verðlaunin en þau eru veitt í samstarfi við Maskínu.
Hægt er að lesa nánar um verðlaunin og rökstuðning dómnefndar í frétt mbl.is hér.
Kevin Chesters og Fernando Machado tóku síðan til máls með tvö ólík en mjög áhugaverð erindi.
Hægt er að sjá dagskrá dagsins og lesa nánar um erindin hér.
Andyri Háskólabíós var hlaðið spennandi kynningarbásum og stemmingin var mögnuð á þessum uppskerudegi markaðsfólks.
Lúðurinn hófst með fordrykk þar sem Ölgerðin sá um stemminguna og Smartland mætti á svæðið.
Verðlaunaafhending Lúðurs fór svo fram þar sem vinningshafar í 17 flokkum voru kynntir. Hægt er að skoða tilnefningar og vinningshafa hér.
Stjórn ÍMARK og starfsfólk vill þakka þeim fjölmörgu sem lögðu leið sína í Háskólabíó þann 1. mars kærlega fyrir komuna. Við erum strax farinn að undirbúa næstu hátíð.