Árangur í starfi skiptir okkur máli. Því verðlaunum við hjá ÍMARK bæði fyrir markaðsmanneskju og markaðsfyrirtæki ársins. Verðlaunin hljóta þau sem skarað hafa fram úr á sviði markaðsmála.
Til að ná árangri í markaðsstarfi þurfum við að skyggnast inn í framtíðina, vera meðvituð um umhverfið okkar og tileinka okkur nýja hluti.
Vertu með okkur á næsta viðburði ÍMARK þar sem við förum vel yfir þessa þætti.
Hlökkum til að sjá þig, mundu að skrá þig!
Dagskrá:
Íslenska kynslóðamælingin
Hvað skiptir Z kynslóðina máli þegar þau velja sér vinnustað?
Stendur Y kynslóðin sig verst í að deila þriðju vaktinni á milli kynja? Hvaða alheimsmarkmið skipta X kynslóðina mestu máli? Er Uppgangskynslóðin hamingjusömust?
Trausti Haraldsson hjá Prósenti kynnir áhugaverðar trend niðurstöður úr Íslensku kynslóðamælingunni 2023*
* Viðamikil rannsókn sem byggir á svörum 2.300 einstaklinga 15 ára og eldri á Íslandi.
Markaðsfyrirtæki ársins 2022- Lyfja
Lyfja hlaut verðlaun sem markaðsfyrirtæki ársins 2021-2023.
Úr mati dómnefndar:
Með nýrri ásýnd hefur Lyfja náð að breyta heildarupplifun apóteka með breytingu í verslunum, aukinni fræðslu og nýrri tækni. Stjórnendur hafa trú á að markaðsáhersla sé rétta leiðin til að ná árangri og markaðsleg gildi endurspeglast í allri starfsemi fyrirtækisins. Viðskiptavinir og starfsfólk eru ávallt í forgrunni og skilningur á því að þjónusta og lausnir munu breytast þegar til framtíðar er litið.
Lyfja mun veita innsýn inn í þá eftirtektarverðu vegferð sem fyrirtækið hefur verið á síðastliðin ár.
Markaðsmanneskja ársins
Við verðlaunum markaðsmanneskju ársins! Þetta er augnablik sem margir bíða spenntir eftir. Verðlaunin eru veitt einstaklingi sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á tímabilinu, 2 ár aftur í tímann. Við valið er leitast við að fá sem fjölbreyttastar skoðanir úr atvinnulífinu.
Overtune
Gervigreind hefur nýverið skotið upp kollinum sem nýjasta tískuorðið í tækniheiminum. Forrit eins og Chat GPT og Midjourney hafa skapað umræður um framtíð fjölmargra starfsgreina. Starfsstétt markaðsfólks er ein af þeim. Í erindinu mun Sigurður Ásgeir Árnason, framkvæmdastjóri Overtune útskýra muninn á endurskapandi gervigreind (generative AI) og aðstoðargervigreind (assistive AI) og rýna í stöðu tækninnar í markaðssetningu.
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn hér.
Eins og áður fá félagsmenn fá sérkjör.
Félagsmenn 2.500 kr.
Aðrir 7.500 kr.