María Hjálmarsdóttir er nýr verkefna- og viðburðastjóri hjá ÍMARK. María er með meistaranám frá Copenhagen Business school og var lengi búsett erlendis. María er reynslubolti þegar kemur að markaðsmálum og skipulagningu viðburða. María mun einna helst einbeita sér að stærri viðburðum hjá ÍMARK og er t.d. byrjuð að skipuleggja ÍMARK daginn sem verður 7. mars 2025 í Háskólabíói og Lúðurinn uppskeruhátíð markaðsfólks á Íslandi.
"Ég hlakka mikið til að vinna með hátíðina og koma að uppbyggingu og framkvæmd dagsins," segir María, "Ég vona að við getum skapað einstaka upplifun fyrir alla sem taka þátt í deginum."
Það er fengur að fá Maríu til okkur. Við bjóðum hana hjartanlega velkomna í hópinn og hlökkum til að sjá hvernig hennar reynsla og kraftur munu setja svip á komandi viðburði!