Sannleikurinn um vöxt vörumerkja með Jared Schrieber

Vilt þú læra meira um hvernig vörumerki ná árangri til lengri tíma? ÍMARK kynnir viðburð með Jared Schrieber, höfundi metsölubókarinnar Breakout Brands, fimmtudaginn 19. september 2024 kl. 14 - 16 í höfuðstöðvum Arion banka. 

 

Dagskrá:

  • Fyrirlestur: Jared Schrieber
  • Spurningar og umræður
  • Pallborðsumræður þar sem Jared Schrieber fær til liðs við sig þrjá sérfræðinga úr markaðsgeiranum.

 

Staðsetning: Arion banki, Borgartúni 19.

 

Tímasetning: Fimmtudagurinn 19. september kl. 14:00–16:00. Léttar veitingar og tengslamyndun til kl. 17:00.

 



Jared Schrieber fjalla um þær áskoranir sem vörumerki í vexti standa frammi fyrir, þar sem skammtímamarkmið standa oft í vegi fyrir langtíma sjónarmiði, en Schrieber hefur lagt fram áhugaverðar kenningar um vöxt vörumerkja byggt á kauphegðun milljóna neytenda sem hann kemur til með að deila með okkur.


Til viðbótar mun hann kafa ofan í lykilatriðin sem aðgreinir framúrskarandi vörumerki og hvernig samspil skammtímasigra og langtímastefnu spilar þar lykilhlutverk.


Jared Schrieber hefur verið leiðandi rödd úr heimi akademíunnar þegar kemur að því að nýta gögn um neytendahegðun til að skilja betur hvað liggur að baki velgengi vörumerkja. Hann er stofnandi og fyrrum framkvæmdastjóri Numerator og Retail Solutions, tveggja framsækinna fyrirtækja sem hafa umbreytt því hvernig vörumerki skilja viðskiptavini sína. Jared er með meistaragráðu frá MIT og er meðstofnandi Pat Tillman Foundation og Revolution Robotics Foundation.



Miðasala er hafin á Tix.is og er almennt miðaverð 8.900 kr. og 3.900 kr. fyrir ÍMARK félaga.


Share by: