Þessa dagana stendur yfir árleg könnun Maskínu þar sem valin eru Auglýsingastofa ársins og Vörumerki ársins. Úrslitin verða kynnt á ÍMARK deginum 7.mars næstkomandi.
Við hvetjum alla ÍMARK félaga til að svara könnuninni ef þeir lenda í úrtaki – þátttakan skiptir máli!
📌 Auglýsingastofur eru hvattar til að benda viðskiptavinum sínum á að fylgjast með tölvupóstinum sínum svo könnunin fari ekki fram hjá þeim.
📌 Markaðsstjórar og forsvarsmenn markaðsmála sem telja sig eiga að vera í úrtakinu en hafa ekki fengið boð um þátttöku geta sent upplýsingar sínar á ÍMARK með því að senda tölvupóst á
[email protected]
Verðlaun fyrir auglýsingastofu ársins og vörumerki ársins eru veitt ár hvert á ÍMARK deginum.
Verðlaunin fyrir auglýsingastofu ársins eru veitt fyrir framúrskarandi þjónustu, hugmyndaauðgi, fagleg vinnubrögð og áherslu á árangur viðskiptavina á nýliðnu ári.
Verðlaun fyrir vörumerki ársins eru veitt fyrir framúrskarandi markaðssetningu.
https://www.imark.is/verdlaunimark