Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð og/eða dreifingu auglýsinga á Íslandi.
📅 Early bird opnun til 10. janúar 2025
Nýttu þér Early bird verð með því að skila inn verkefnum fyrir 10. janúar.
📅 Almennur skilafrestur til 22. janúar 2025
Eftir 22. janúar lokar fyrir innsendingar í Lúðurinn, svo tryggðu að verkefnið þitt verði með!
Við notum áfram Awardhub-kerfið frá One Club for Creativity, sem er alþjóðlegt kerfi notað í keppnum um allan heim. One Club for Creativity eru ein virtustu samtök auglýsinga- og skapandi greina í heiminum og standa meðal annars að verðlaununum The One Show og ADC Annual Awards.
Við bendum á örfáar breytingar á milli ára:
Verð helst óbreytt og fer eftir magni innsendinga. Nánari upplýsingar um öll verð má finna hér
Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við Maríu Hjálmarsdóttur, verkefna- og viðburðarstjóra Ímark.
En María er einmitt okkar Award manager í ár og er með netfangið
[email protected]
Nánari upplýsingar um innsendingar og flokka má finna hér
Við hlökkum til að sjá fjölbreytt og hugmyndarík verkefni! 🙌
Ímark dagurinn verður haldinn 7.mars 2025 í Háskólabíói