📯 Lúðurinn 2024: Opið fyrir innsendingar! 📯

Við höfum opnað fyrir innsendingar í Lúðurinn, íslensku auglýsingaverðlaunin!

Keppnin er opin öllum þeim sem stunda gerð og/eða dreifingu auglýsinga á Íslandi.


📅 Early bird opnun til 10. janúar 2025

Nýttu þér Early bird verð með því að skila inn verkefnum fyrir 10. janúar.

📅 Almennur skilafrestur til 22. janúar 2025

Eftir 22. janúar lokar fyrir innsendingar í Lúðurinn, svo tryggðu að verkefnið þitt verði með!


Við notum áfram Awardhub-kerfið frá One Club for Creativity, sem er alþjóðlegt kerfi notað í keppnum um allan heim. One Club for Creativity eru ein virtustu samtök auglýsinga- og skapandi greina í heiminum og standa meðal annars að verðlaununum The One Show og ADC Annual Awards. 


Við bendum á örfáar breytingar á milli ára:

  • Stuttar sjónvarpsauglýsingar mega nú vera að hámarki 30 sekúndur (var 45 sekúndur í fyrra).
  • Hreyfing er nú leyfð í veggspjaldaflokki.
  • Í PR-flokki er nú leyfilegt að senda inn case study.


Verð helst óbreytt og fer eftir magni innsendinga. Nánari upplýsingar um öll verð má finna hér 

Ef einhverjar spurningar vakna, ekki hika við að hafa samband við Maríu Hjálmarsdóttur, verkefna- og viðburðarstjóra Ímark.
En María er einmitt okkar Award manager í ár og er með netfangið
[email protected]


Nánari upplýsingar um innsendingar og flokka má finna hér


Við hlökkum til að sjá fjölbreytt og hugmyndarík verkefni! 🙌


Ímark dagurinn verður haldinn 7.mars 2025 í Háskólabíói

Share by: