Þétt dagskrá og frábær mæting

ÍMARK dagurinn 2023 var haldinn í Háskólabíói þann 24 mars síðastliðinn. Dagskráin dagsins var fjölbreytt og stútfull af áhugaverðum erindum enda skilaði það sér í frábærri mætingu en á bilinu 300-400 aðilar sóttu daginn.


Eins og venja er var tilkynnt um niðurstöðu markaðskönnunar ársins á deginum en það var Krónan sem var valin vörumerki ársins og Brandenburg sem hlaut titilinn auglýsingastofa ársins.


Fyrir þá sem vilja rifja upp daginn, eða höfðu ekki tækifæri til að sækja daginn heim, hvetjum við til að hlusta á þátt Gagnaraka sem gerðu deginum góð skil hér.


Stjórn ÍMARK vill þakka þeim fjölmörgu aðilum sem sóttu daginn eða komu að skipulagningu hans með einum eða öðrum hætti.


Share by: