Aldrei hafa fleiri innsendingar borist í Áruna en henni er ætlað að beina sjónum að herferðum sem skilað hafa framúrskarandi árangri. Lykilþáttur í mati dómnefndar er sönnun á árangri herferðarinnar. Herferðir verða að samhæfa á árangursríkan hátt fjölþætta færni sem þarf til að gera góða markaðsáætlun: Áætlanagerð, markaðsrannsóknir, birtingaáætlanir, hugmyndaauðgi og viðskiptastjórnun.
Dómnefnd hefur lokið störfum og verða verðlaunin afhent á ÍMARK deginum þann 24 mars í Háskólabíó og en miðasala er hafin inn á MiðiX hér.
Dómnefndina í ár skipa:
Karen Ósk Gylfadóttir- ÍMARK/ Formaður dómnefndar
Arnar Gísli Hinriksson- Digido/Stofnandi
Brynjar Thor Thorsteinson- Háskólinn á Bifröst/ Lektor
Gunnar B. Sigurgeirsson- Ölgerðin/ Aðstoðarforstjóri
Hildur Björk Hafsteinsdóttir- Isavia/ Forstöðumaður markaðsmála og upplifunar
Lóa Bára Magnúsdóttir- Origo/ Markaðsstjóri
Ólafur Þór Gylfason- Maskína/ Sviðstjóri markaðsrannsókna
Salóme Guðmundsdóttir- PayAnalitics / Forstöðumaður viðskiptaþróunar