Dagsetning: 10. október
Tími: 15:00–16:00
Staður: Arion banki, Borgartúni 19, 105 Reykjavík
Við hefjum starfsárið af krafti og ræðum um áhrif gervigreindar á markaðsmál og sköpun.
Gervigreind er orðin hluti af daglegum störfum í markaðsmálum, en hvar hjálpar gervigreindin og hvar er hún hindrun? Hvaða áhrif hefur gervigreind á sköpun? Hvaða áhrif hefur gervigreind á störf í markaðsmálum?
Við fáum til okkar aðila sem miðla reynslu sinni af notkun gervigreindar í markaðsmálum og tökum samtalið áfram í pallborðsumræðum með sérfræðingum.
Dagskrá:
Upphafserindi
Brynjólfur Borgar Jónsson, stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab
Brynjólfur dregur gervigreindina niður úr skýjunum og reynir að svara nokkrum grundvallarspurningum.
Hvaðan kemur hún og hvert er hún er að fara? Hvað gæti gerst á næstu árum? Hver gætu áhrifin orðið á markaðssetningu og störf fólks í faginu?
Örerindi
Flutt verða þrjú örerindi þar sem farið verður yfir hagnýt dæmi þar sem gervigreind hefur nýst vel í markaðsstarfi.
Björg Ingadóttir, Fatahönnuður, kennari og framkvæmdastjóri Spaksmannsspjara
Lára Hrafnsdóttir, VP of Marketing hjá Lucinity
Rósa Hrund Kristjánsdóttir, Hugmynda- og hönnunarstjóri hjá Hvíta húsinu
Pallborð
Leitast verður við að svara spurningum varðandi hlutverk og áhrif gervigreindar á markaðsmál og sköpun. Við fáum til okkar sérfræðinga í bransanum sem sitja fyrir svörum.
Arnar Halldórsson, Sköpunarstjóri, strategía hjá Brandenburg
Brynjólfur Borgar Jónsson, Stofnandi og framkvæmdastjóri DataLab
Guðmundur Jóhannsson, Samskiptastjóri Símans og umsjónarmaður Tæknihornsins í Morgunútvarpi Rásar 2
Hanna Kristín Skaftadóttir, Fagstjóri viðskiptagreindar hjá Háskólanum á Bifröst
Fundarstjóri/umræðustjóri í pallborði
Eyrún Magnúsdóttir, Eyrún hefur víðtæka reynslu úr fjölmiðlum. Undanfarið hefur hún unnið að hlaðvarpsþáttum um gervigreind fyrir RÚV og því kynnt sér efnið ítarlega.
Nauðsynlegt er að skrá sig á viðburðinn.
Eins og áður fá félagsmenn afslátt af aðgangseyri.
Félagsmenn 2.500 kr.
Aðrir 7.500 kr.