Nú hefur verið lokað fyrir tilnefningar fyrir markaðsfyrirtæki ársins. Við þökkum þeim sem gáfu sér tíma til að senda inn tilnefningu en aldrei hafa borist fleiri tilnefningar og nú. Póstur hefur verið sendur á þau fyrirtæki sem fara inn í fyrsta ferli á vali á markaðsfyrirtæki ársins 2022. Þau fyrirtæki hafa verið tilnefnd af félagsmanni ÍMARK, aðila úr dómnefnd eða stjórnarmanni ÍMARK. Til þess að dómnefnd geti lagt mat á faglegt markaðsstarf fyrirtækja eru fulltrúar frá fyrirtækjunum beðnir um að svara nokkrum spurningum um markaðsstarf fyrirtækisins sem notað verður til hliðsjónar við yfirferð fyrstu umferðar dómnefndar.
Formlegar tilnefningar fyritækja verða síðan birtar þann 22. nóvember n.k.
Innsendingargjaldið er 59.900 kr. og er frestur til að skila inn gögnum til og með föstudeginum 18. nóvember 2022.