Lyfja valið markaðsfyrirtæki ársins 2022

Lyfja var valið markaðsfyr­ir­tæki árs­ins þegar ís­lensku markaðsverðlaun­in voru af­hent í gær­kvöldi í 29. skipti við hátíðlega at­höfn í Hörpu. Þetta er í fyrsta skipti sem Lyfja hlýt­ur þessa viður­kenn­ingu. Katrín M. Guðjónsdóttir formaður dómnefndar, afhenti verðlaunin. Sigríður Margrét Oddsdóttir, forstjóri Lyfju og Karen Ósk Gylfadóttir sviðsstjóri stafrænna lausna og markaðsmála tóku við viðurkenningunni fyrir hönd fyrirtækisins.


Aldrei fleiri til­nefn­ing­ar

Alls voru fimm fyr­ir­tæki til­nefnd af dóm­nefnd; Atlantsolía, Blush, Krón­an, Lyfja og 66° Norður. Aldrei hafa fleiri til­nefn­ing­ar borist en ÍMARK hefur veitt íslensku markaðsverðlaunin frá árinu 1991. Markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja. Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu og við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku í markaðsstarfi, að fjárhagslegt öryggi sé til staðar og að fyrirtækið hafi sannað sýnilegan árangur. Viðkomandi fyrirtæki hlýtur nafnbótina í tvö heil ár þar sem verðlaunin eru veitt annað hvert ár á móti markaðsmanneskju ársins.


Stjórn­end­ur staðfast­ir í trú á markaðáhersl­um

Í rök­studd­um úr­sk­urði dóm­nefnd­ar um Markaðsfyrirtæki ársins seg­ir m.a.


,, Vörumerki Lyfju hefur farið í gengum allsherjar stefnumörkun. Þaulskipulagt og vandlega útfært markaðsstarf Lyfju síðustu tvö ár hefur skilað markvissum árangri, skýrri ásýnd og gríðarlegum árangri bæði í rekstri og afkomu félagsins. Vörumerkjastefnan er skýr og staðföst í gegnum allt þeirra starf. Með nýrri ásýnd hefur Lyfja náð að breyta heildarupplifun apóteka með breytingu í verslunum, aukinni fræðslu og nýrri tækni. Stjórnendur hafa trú á að markaðsáhersla sé rétta leiðin til að ná árangri og markaðsleg gildi endurspeglast í allri starfsemi fyrirtækisins. Viðskiptavinir og starfsfólk eru ávallt í forgrunni og skilningur á því að þjónusta og lausnir munu breytast þegar til framtíðar er litið. Lyfju teymið virðist samstíga og tryggt er að allir gangi í takt í átt að sömu markmiðum, að lengja líf og auka lífsgæði Íslendinga.‘‘


Dómnefndin er skipuð fulltrúum úr stjórn ÍMARK, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu með þverfaglega þekkingu og reynslu í huga.

 

Dómnefndina í ár skipa:


Ágústa Johnson - Framkvæmdastjóri / Hreyfing

Berlgind Rán Ólafsdóttir - Framkvæmdastýra / Orka náttúrunnar

Dr. Eyþór Jónsson - Akademias / Lektor við Viðskiptaháskólann í Kaupmannahöfn 

Guðmundur Gunnarsson - Ritstjóri / Fréttablaðið

Hrefna Sigfinnsdóttir - Framkvæmdastjóri / Credit Info

Katrín M. Guðjónsdóttir - Formaður stjórnar / ÍMARK

Ragnar Már Vilhjálmsson - Manhattan marketing / Háskólinn á Bifröst 

Svanhvít Friðriksdóttir - Almannatengsla ráðgjafi

 

 

 

Share by: