Gerður Huld markaðsmanneskja ársins 2021

Viðtal við Gerði

" runtime_url="http://ww.mbl.is/mblplayer/i/226788/">" type="url" style="color: rgb(204, 0, 0); font-weight: bold; text-decoration: none;" target="_blank">Hér má sjá viðtal sem ÍMARK tók við Gerði um Markaðsmál


Gerður hefur vakið afar mikla athygli fyrir framgöngu sína í viðskiptalífinu á síðustu árum. Hún hefur verið mikill fánaberi síns fyrirtækis og náð að koma kynlífsvörum afar vel og faglega á framfæri. Hún hefur sýnt að hún er afar góð rekstrarmanneskja og með mikla styrkleika í markaðsmálum. Gerður er afar vel að verðlaununum komin og óskum við henni innilega til hamingju með þau og hlökkum afar mikið til að fylgjast með henni í framtíðinni.


Gerður Huld Ar­in­bjarn­ar­dótt­ir, eig­andi kyn­líf­stækja­versl­un­ar­inn­ar Blush, er Markaðsmann­eskja árs­ins 2021. Valið var sam­hljóða álit dóm­nefn­ar sem skipuð var ein­stak­ling­um sem koma víðs veg­ar að úr at­vinnu­líf­inu og há­skóla­sam­fé­lag­inu. Anna Fríða Gísla­dótt­ir, stjórn­ar­meðlim­ur ÍMARK og markaðsstjóri sta­f­rænna miðla hjá BI­OEF­FECT, af­henti Gerði verðlaun­in, að viðstödd­um Árna Reyni Al­freðssyni fram­kvæmda­stjóra ÍMARK sem jafn­framt er formaður dóm­nefnd­ar. 


Verðlaun­in eru veitt þeim ein­stak­lingi sem þykir hafa sýnt framúrsk­ar­andi ár­ang­ur í markaðsstarfi á líðandi ári, en við valið er leit­ast við að fá sem fjöl­breytt­ast­ar skoðanir úr at­vinnu­líf­inu, líkt og seg­ir á vefsíðu ÍMARK. Í ár voru alls 40 ein­stak­ling­ar til­nefnd­ir sem Markaðsmann­eskja árs­ins en dóm­nefnd­inni þótti Gerður Huld skara framúr. 


Gerður er vel að titl­in­um kom­in en hún var aðeins 21 árs þegar hún setti versl­un­ina Blush fyrst á lagg­irn­ar og hef­ur starf­rækt hana alla daga síðan. Fyr­ir­tækið Blush hef­ur hlotið viður­kenn­ingu sem framúrsk­ar­andi fyr­ir­tæki og einnig verið til­nefnt sem besta ís­lenska vörumerkið á markaðnum í dag. 


„Ég er ennþá að reyna að átta mig á því hvað gerðist. Þetta er al­ger­lega frá­bært. Ég sem er varla grunn­skóla­geng­in,“ seg­ir Gerður undr­andi en þakk­lát. „Ég hef aldrei verið neinn sér­stak­ur námsmaður en ég hef alltaf verið skap­andi í hugs­un og getað talað og ég held að það hafi hjálpað mér mikið.“



Frum­kvöðull sem full­næg­ir land­an­um

Gerður er sann­kallaður frum­kvöðull á sínu sviði en með hug­rekkið að vopni hef­ur henni tek­ist að skapa rót­gróið og far­sælt fyr­ir­tæki. „Þetta er al­ger ástríða í mínu lífi. Bæði það að reka fyr­ir­tæki og skara framúr í markaðsmá­l­um en líka bara að full­nægja land­an­um,“ seg­ir Gerður en allt byrjaði þetta fyr­ir ell­efu árum í þvotta­hús­inu heima hjá henni.

„Hver einn og ein­asti dag­ur er mik­ill lær­dóm­ur og ég er svo þakk­lát fyr­ir að hafa gripið tæki­færið á sín­um tíma,“ seg­ir Gerður. „Við sér­hæf­um okk­ur í að selja hágæða kyn­líf­stæki og sáum gat á markaðnum. Það var í raun ekki búið að upp­fylla all­ar stöður á markaðnum þegar kom að kyn­líf­stækj­um,“ út­skýr­ir hún. „Fyrstu þrjú, fjög­ur árin var þetta eins og dýrt áhuga­mál sem ég sinnti meðfram öðrum störf­um. Um leið og ég fór að ein­beita mér að þess­ari hug­mynd, sem ég efaðist aldrei um, þá fyrst fór bolt­inn að rúlla. Ég þurfti fyrst og fremst bara að trúa því að ég væri rétta mann­eskj­an til að fylgja minni eig­in hug­mynd eft­ir. Ég þurfti að vinna í því að finna sjálfs­traustið mitt.“

Gerður hef­ur lagt mikla áherslu á markaðsmál síðustu ár og hef­ur innri markaðssetn­ing fyr­ir­tæk­is­ins verið ein helsta driffjöður vel­gengn­inn­ar. „Til að byrja með var skort­ur á fjár­magni ógn hvað þetta varðar. Þá þurfti maður að vera úrræðagóður og finna lausn­ir,“ seg­ir Gerður og seg­ist oft hafa velt því fyr­ir sér með hvaða hætti hún gæti aug­lýst fyr­ir­tækið án þess að þurfa að greiða fúlg­ur fyr­ir það. 

„Mín sér­gáfa er að geta búið til gott efni sem fær góða dreif­ingu og fjöl­miðlar hafa áhuga á að fjalla um,“ seg­ir hún og nefn­ir efni á borð við skrifaðar grein­ar, sam­fé­lags­miðlaefni og viðburði sem haldn­ir eru á veg­um Blush. „Markaðssetn­ing fyr­ir mér snýst ekki bara um birt­ing­ar. Það er ekki bara það að kaupa vef­borða. Held­ur er þetta heild­in. Ástæðan fyr­ir okk­ar vel­gengni í markaðsmá­l­um er þessi hug­mynd um heild­ina,“ seg­ir Gerður og vís­ar til margra ólíkra þátta í viðskipta­ferl­inu sem hald­ast í hend­ur og há­marka upp­lif­un viðskipta­vina Blush.

Hug­mynda­auðgi Gerðar hef­ur gert það að verk­um að hagnaður Blush nem­ur tug­um millj­ón­um á ári hverju. Gerður seg­ir þó vert að taka það fram að eng­inn fari mistaka­laust í gegn­um veg­ferð fyr­ir­tækja­rekst­urs. 

„Ég hef gert mörg mis­tök. Það er í lagi að gera mis­tök og stund­um nýt ég þess að gera þessi mis­tök því ef ég hefði ekki verið búin að gera nein mis­tök þá stæði ég ekki hér í dag,“ seg­ir Gerður Huld Ar­in­bjarna­dótt­ir, Markaðsmann­eskja árs­ins 2021. 


Í dóm­nefnd sat val­in­kunn­ur hóp­ur fólks úr at­vinnu­líf­inu, há­skóla- og fjöl­miðlasam­fé­lag­inu:

Formaður dóm­nefnd­ar: Árni Reyn­ir Al­freðsson - ÍMARK.
           
Anna Krist­ín Kristjáns­dótt­ir – Hvíta húsið / SÍA (Sam­band ís­lenskra aug­lýs­inga­stofa)
Andri Þór Guðmunds­son – Ölgerð Eg­ils Skalla­gríms­son­ar (Markaðsmann­eskja árs­ins 2017)
Bjarney Harðardótt­ir – 66°North (Fyrr­um Markaðsmann­eskja árs­ins 2019)
Freyr Há­kon­ar­son – Studio M/Á​rvak­ur
Hall­dór Harðar­son – Sjálf­stæður ráðgjafi
Hild­ur Björk Haf­steins­dótt­ir – Sím­inn (fh. ÍMARK)
Sylvía Krist­ín Ólafs­dótt­ir - Origo




Share by: