Á aðalfundi ÍMARK 9. júní sl. var kjörin ný stjórn samtakanna. Frá þessu er greint í fréttatilkynningu. Katrín M. Guðjónsdóttir var kjörin formaður og tekur við af Andra Má Kristinssyni sem hefur gegnt embættinu frá 2020 eftir að hafa setið í stjórn í þrjú ár. Auk Andra fer Edda Hermannsdóttir, Hildur Björk Hafsteinsdóttir og Árni Freyr Alfreðsson úr stjórn. Stjórn ÍMARK þakkar þeim fyrir metnaðarfullt og óeigingjarnt starf í þágu markaðsmála á Íslandi.
Stjórn ÍMARK samanstendur af reynslumiklu fólki víða að úr atvinnulífinu.
Fjórir nýir stjórnarmenn voru kosnir í stjórn félagsins, Arndís Huld Hákonardóttir, markaðsstjóri Bláa Lónsins, Daði Guðjónsson, sviðsstjóri markaðs- og sjálfbærnimála hjá Krónunni, Karen Ósk Gylfadóttir, sviðsstjóri markaðsmála og stafrænna lausna hjá Lyfju, Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar.
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir framkvæmdastjóri ÍMARK er komin aftur til starfa eftir fæðingarorlof. Glæsileg dagskrá fyrir veturinn verður kynnt í vikunni sem og ný heimasíða.
Stjórn ÍMARK er því skipuð eftirtöldum aðilum fyrir starfsárið 2022-2023:
ÍMARK eru samtök markaðsfólks á Íslandi var stofnað árið 1986 og er samfélag einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. Tilgangur samtakanna er m.a. að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis, stuðla að auknum skilningi að mikilvægi þeirra ásamt því að vera leiðandi afl, vettvangur þekkingar á sviði markaðsmála á Íslandi.