Dómnefnd Lúðursins og Árunnar 2024 hefur lokið við vandasamt verkefni sitt – að velja bestu og áhrifamestu auglýsingar ársins.
Dómnefndin var skipuð reynslumiklu fagfólki úr markaðs- og auglýsingabransanum, sem hefur farið gaumgæfilega yfir allar innsendar auglýsingar og markaðsherferðir. Markmið þeirra var að verðlauna þær frumlegu, skapandi og snjöllu hugmyndir sem hafa verið útfærðar á framúrskarandi hátt.
Á morgun munum við tilkynna hverjir hljóta tilnefningu til Lúðursins og Árunnar 2024!
Við hvetjum alla í markaðs- og auglýsingabransanum til að fylgjast með og sjá hvaða verkefni skara fram úr í ár!
📌 Dómnefndina má sjá hér: https://ludurinn.awardhub.org/domnefnd
Tilnefnd verkefni og verðlaunahafar verða heiðraðir á ÍMARK deginum 2025, sem fer fram 7. mars í Reykjavík. Viðburðurinn er einn stærsti vettvangur ársins fyrir fólk í markaðs- og auglýsingageiranum og verður stútfullur af innblæstri og fræðslu frá leiðandi sérfræðingum í greininni.
🎟 Tryggðu þér miða hér: https://tix.is/event/19079/imark-dagurinn-2025
Við hlökkum til að fagna saman framúrskarandi árangri í íslenskri markaðssetningu!