Samtök markaðs- & auglýsingafólks
Viltu tilheyra samfélagi markaðsfólks á Íslandi?
- Afsláttur á ráðstefnur & viðburði
- Tilnefninga- & þátttökurétt í Íslensku markaðsverðlaununum
- Þátttökurétt í Lúðrinum, Íslensku auglýsingaverðlaunum
- Aðgang að viðburðum & ferðum eingöngu fyrir félagsmenn
- Mánaðarlegur póstur um allt það helsta sem er að gerast í markaðsmálum á Íslandi
Svipmyndir frá nýliðinni Lúðrahátíð
FRÉTTIR - ÍMARK

úðurinn 2024: Kontor hlaut flest verðlaun á uppskeruhátíð markaðs- og auglýsingafólks
Lúðurinn 2024 var afhentur á ÍMARK-deginum 7. mars, þar sem auglýsingastofan Kontor hlaut flest verðlaun. Keppnin var hörð, en verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi, skapandi og snjallar auglýsingar í mismunandi flokkum. Kontor vann þrjá Lúðra fyrir Kringluna, auk þess að hljóta Val Fólksins á mbl.is.
Fylgdu okkur á samfélagsmiðlum
#IMARK.IS
Það var æðislegt að enda árið á því að halda Íslensku markaðsverðlaunin sem voru afhent í 29. skiptið við hátíðlega athöfn í Hörpu.
Alls voru fimm fyrirtæki tilnefnd af dómnefnd; Atlantsolía, Blush, Krónan, Lyfja og 66°Norður.
Fyrir hönd ÍMARK viljum við þakka ykkur öllum fyrir samveruna í gær, fyrir framúrskarandi kynningar á ykkar flotta markaðsstarfi og ekki síður því frábæra fólki sem sat í dómnefnd í ár. Það er ánægjulegt að sjá hvað íslensk fyrirtæki eru að gera flotta hluti þegar kemur að markaðsmálum og halda þannig markaðsmálum á lofti með miklum fagleika að leiðarljósi.
Er ekki tilvalið eftir annasama tíma í heimi markaðsmála að skrá þig á MiNiMARK, hálfsdags ráðstefnu um markaðsmál?
Hvar: Grand hótel - Háteigur
Hvenær: 29. nóvember - Frá kl.13-16
Happy hour frá 16-18!
Dagskrá á MiNiMARK
Bragi Valdimar - Brandenburg - Sköpunarferlið
Guðmundur Arnar Guðmundsson - Akademias - Growthhacking
Lóa Fatou - Good goood – Vöruþróun og að koma íslensku vörumerki á erlendan markað
Katla Hrund Karlsdóttir & Kristján Hjálmarsson - Hér & Nú - Áru case HHÍ – Árangursríkasta markaðsherferðin
Edda Blumenstein - Omnichannel
Almennt verð er 15.900 kr. og
9.900 kr. fyrir félagsmenn ÍMARK
Skráðu þig núna á www.imark.is því síðast varð uppselt!
Nú stendur yfir val á markaðsfyrirtæki ársins 2022 en ÍMARK, samtök markaðsfólks á Ísland hefur veitt Markaðsverðlaunin frá árinu 1991.
Markmið verðlaunanna er að stuðla að og verðlauna, fagmennsku í markaðsstarfi fyrirtækja. Félagsmenn, dómnefnd og stjórn ÍMARK hafa kost á því að senda inn tilnefningar fyrirtækja sem talin eru hafa staðið sig vel í markaðsmálum undanfarin 2 ár. Dómnefndin í ár er ekki af verri endanum, en hún er skipuð fulltrúum úr stjórn ÍMARK, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu með þverfaglega þekkingu og reynslu í huga.
Nú stendur yfir val á markaðsfyrirtæki ársins 2022 en ÍMARK hefur veitt Markaðsverðlaunin frá árinu 1991.
Nú hefur verið opnað fyrir tilnefningar og tökum við á móti tilnefningum til 10. nóvember næstkomandi.
Að tilnefningartímabili loknu hefur dómnefnd störf og velur efstu fimm fyrirtækin sem dómnefnd aflar ítarelgri gagna um ásamt því að fyrirtæki fær tækifæri til að kynna sitt markaðsstarf ítarlega fyrir dómnefnd.
Markmið verðlaunanna er að stuðla að, og verðlauna, fagmennsku í markaðsstarfi fyrirtækja. Félagsmenn, dómnefnd og stjórn ÍMARK hafa kost á því að senda inn tilnefningar fyrirtækja sem talin eru hafa staðið sig vel í markaðsmálum undanfarin 2 ár. Í kjölfarið hafa tilnefnd fyrirtæki kost á því að sækja um þátttöku í verðlaununum og senda þá inn tilheyrandi gögn sem dómnefnd á vegum ÍMARK fer yfir.
Af þeim fyrirtækjum sem senda inn gögn eru tilkynnt efstu fimm fyrirtækin og af þeim mun dómnefnd skera úr um hvert þeirra ber sigur úr bítum og fær titilinn markaðsfyrirtæki ársins. Viðkomandi fyrirtæki hlýtur nafnbótina í tvö heil ár sem þar sem verðlaunin eru veitt annað hvert ár á móti markaðsmanneskju ársins.
Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu og sannað sýnilegan árangur af markaðsstarfi þeirra.
Við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku í markaðsstarfi og að fjárhagslegt öryggi sé til staðar.
Dómnefndin er skipuð fulltrúum úr stjórn ÍMARK, atvinnulífinu og háskólasamfélaginu með þverfaglega þekkingu og reynslu í huga.
Dómnefndin verður kynnt á næstu dögum.�
Föstudaginn 28. október stendur ÍMARK fyrir hádegisfundi um birtingamál á Íslandi.
Farið verður yfir hvernig birtingar og mælingar á Íslandi hafa þróast og hvert þær stefna.
Hvernig skipting birtingafjár milli miðla hefur breyst og eru mælingar á þessum miðlum nógu góðar?
Er fagmennskan í birtingum að minnka eða skiptir þetta kannski engu máli?
Fundurinn fer fram á Nauthól kl. 11:30 13:00
Skráðu þig strax í dag því það er takmarkað sætaframboð.
Haustferð ÍMARK var með óhefðbundnu sniði í ár, við byrjuðum á miðbæjarrölti þar sem leikið var við öll skynfærin og heimsóttir spennandi og skemmtilegir staðir. @66north tók á móti okkur og sagði okkur frá nýju versluninni þeirra og samstarfi þeirra við íslenska listamenn. Ferðinni var svo heitið í ógleymanlega lyktarupplifun hjá Fisher. Eftir röltið enduðum við á SKOR bar í pílu, bjór og karaoke.
Takk fyrir samveruna og hlökkum til næstu viðburða með ykkur.
Íslensku markaðsverðlaunin verða veitt 9. desember þegar tilkynnt verður hvaða fyrirtæki er markaðsfyrirtæki ársins.
IMARK hefur veitt Íslensku Markaðsverðlaunin frá árinu 1991, en markmið verðlaunanna er að stuðla að aukinni fagmennsku í markaðsstarfi íslenskra fyrirtækja og er það dómnefnd á vegum ÍMARK sem velur fyrirtækin.
Verðlaunin eru veitt fyrirtækjum sem hafa verið áberandi í markaðsmálum á tímabilinu sem miðast bið tvö ár og sannað þykir að sýnilegur árangur hafi náðst af markaðsstarfi þeirra. Við ákvörðun um verðlaunahafa er tekið mið af fagmennsku við markaðsstarfið og að fjárhagslegt öryggi sé til staðar.
Félagsmenn geta tilnefnt fyrirtæki sem þeim finnst hafa skarað framúr í markaðsmálum síðustu tvö ár. Byrjað verður að taka við tilnefningum í október og verður það auglýst sérstaklega.
1. desember - Jólabjór og spjall með Andra í Ölgerðinni
Fyrirtækjaheimsókn í Ölgerðina. Það hafa verið spennandi tímar í Ölgerðinni síðustu misseri. Gríðarleg aukning á framleiðslugetu fyrirtækisins ásamt því að fyrirtækið fór á umarkað. Markaðsmál, vörumerki, nýsköpun innan fyrirtækja ofl. verða á dagskrá.
Fyrsti hádegisfundur vetrarins verður um birtingamálin og hvert þau eru að stefna. Það hafa orðið miklar breytingar í þeim efnum og margir að velta fyrir sér framtíð birtinga.
Fundurinn verður á léttum nótum, það verður stutt erindi og panelumræður þar sem þátttakendur úr sal fá að ræða saman og taka þátt í umræðunum.
Innifalið í verði er hádegismatur.
Verð
4.900 kr.
Á aðalfundi ÍMARK 9. júní sl. var kjörin ný stjórn samtakanna. Katrín M. Guðjónsdóttir var kjörin formaður og tekur við af Andra Má Kristinssyni sem hefur gegnt embættinu frá 2020 eftir að hafa setið í stjórn í þrjú ár. Auk Andra fer Edda Hermannsdóttir, Hildur Björk Hafsteinsdóttir og Árni Reynir Alfreðsson úr stjórn og Anna Fríða Gísladóttir, markaðsstjóri PLAY fer í barneignaleyfi.
Stjórn ÍMARK þakkar þeim fyrir metnaðarfullt og óeigingjarnt starf í þágu markaðsmála á Íslandi.
Stjórn ÍMARK samanstendur af reynslumiklu fólki víða að úr atvinnulífinu. Fjórir nýir stjórnarmenn voru kosnir í stjórn félagsins:
Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa Lóninu
Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni
Karen Ósk Gylfadóttir, sviðsstjóri markaðsmála og stafrænna lausna hjá Lyfju
Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar
Þóra Hrund Guðbrandsdóttir framkvæmdastjóri ÍMARK er komin aftur til starfa eftir barneignarleyfi.
Stjórn ÍMARK er því skipuð eftirtöldum aðilum fyrir starfsárið 2022-2023:
Katrín M. Guðjónsdóttir, formaður ÍMARK
Arndís Huld Hákonardóttir, forstöðumaður markaðsmála og PR hjá Bláa Lóninu
Daði Guðjónsson, forstöðumaður markaðs- og umhverfismála hjá Krónunni
Guðlaugur Aðalsteinsson, Cirkusstjóri hjá CIRKUS auglýsingastofu
Karen Ósk Gylfadóttir, sviðsstjóri markaðsmála og stafrænna lausna hjá Lyfju
Magnús Magnússon, markaðsstjóri Húsasmiðjunnar
Sigríður Theódóra, framkvæmdastjóri Brandenburg
Hlökkum til góðra stunda með ykkur á komandi ári
Gerður Huld Arinbjarnardóttir, eigandi kynlífstækjaverslunarinnar Blush, er Markaðsmanneskja ársins 2021. Valið var samhljóða álit dómnefnar sem skipuð var einstaklingum sem koma víðs vegar að úr atvinnulífinu og háskólasamfélaginu.
ÍMARK þakkar dómnefnd fyrir fagleg vinnubrögð og samstarf og óskar @gerdurarinbjarnar innilega til hamingju!
Þann 27. janúar næstkomandi verður val dómnefndar á markaðsmanneskju ársins 2021 kynnt í beinni útsendingu á heimasíðu ÍMARK. ÍMARK veitir þeim einstaklingi sem hefur sýnt framúrskarandi árangur í markaðsstarfi á líðandi ári verðlaunin, Markaðsmanneskja ársins 2021.
Félögum ÍMARK gefst kostur á taka þátt í valinu með því að senda inn tilnefningar ásamt rökstuðningi sem dómnefnd hefur til hliðsjónar.
Stjórn ÍMARK hvetur alla félagsmenn til að taka þátt og senda inn tilnefningu.
Frestur til að senda inn tilnefningar er út þriðjudaginn 18. janúar.
Linkur í BIO
Ólafur Þór Gylfason frá MMR kynnir Auglýsingastofu ársins á MÍNÍMARK 🏆
Verðlaunin eru veitt fyrir framúrskarandi þjónustu, hugmyndaauðgi, fagleg vinnubrögð og áherslu á árangur viðskiptavina síðastliðna 12 mánuði.
Valið byggir á árlegri könnun MMR meðal ríflega 350 stjórnenda markaðsmála hjá stærstu auglýsendum landsins. Verðlaunaafhendingin er hluti af samstarfsverkefni MMR, ÍMARK - Samtaka markaðsfólks á Íslandi og SÍA - Sambands íslenskra auglýsingastofa. Markmiðið með verðlaunaafhendingunni sé svo að auka upplýsingagjöf um árangur í markaðsstarfi og vekja athygli á því sem vel er gert.
Gagnadrifnar stefnumótandi ákvarðanir og árangur
Skyggnumst inn í grunninn að núverandi stefnumótun Lyfju. Stefnan var mótuð á markaðslegum forsendum með aðgreiningu að leiðarljósi. Sigríður Margrét og Karen Ósk fara yfir forsendur stefnunnar og ákvarðanir á vegferðinni, innleiðingu og hvernig þessar ákvarðanirnar raungerast.
MÍNÍMARK ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 24. nóvember næstkomandi.
Frábærir fyrirlesarar sem munu segja okkur frá reynslu sinni og þekkingu hvernig gögn koma að gagni þegar taka þarf ákvarðanir sem snúa að markaðssetningu.
🎟 Link í bio.
MÍNÍMARK ráðstefnan verður haldin miðvikudaginn 24.nóvember. Ráðstefnustjóri er hinn reynslumikli Halldór Harðarson.
Halldór mun tala um hvernig umhverfi markaðsmála í dag, hvaða eiginleika markaðsdeildir þurfa að hafa og mikilvægi gagna í markaðsstarfi.
Tryggðu þér miða í dag því það er takmarkað sætaframboð 👉 http://bit.ly/3knA95k
Við þökkum frábærar viðtökur við MÍNÍMARK sem haldin verður 24. nóvember næstkomandi!
Þar munu fyrirlesarar frá fremstu röðum stíga á stokk og segja okkur frá reynslu sinni og þekkingu hvernig gögn koma að gagni þegar taka þarf ákvarðanir sem snúa að markaðssetningu.
Skráðu þig strax í dag því það er takmarkað sætaframboð og við vekjum athygli á því að gestir þurfa að framvísa neikvæðu hraðprófi við mætingu.
👉 Miðasala er hafin: http://bit.ly/3knA95k
TAKTU DAGINN FRÁ!
MÍNÍMARK, er ráðstefna sem haldin verður 24. nóvember næstkomandi. Þar munu frábærir fyrirlesarar stíga á stokk og segja okkur frá reynslu sinni og þekkingu hvernig gögn koma að gagni þegar taka þarf ákvarðanir sem snúa að markaðssetningu. Skráning er hafin, skráningarhlekkur í BIO og á imark.is. Verð 19.900kr eða 14.900kr fyrir félaga ÍMARK
Dagskrá
12:00-12:15 Halldór Harðarsson
12:15-12:55 Eyrún Jónsdóttir - CCP
12:55-13:25 Brynjólfur Borgar - Datalab
13:25-13:55 Ólafur Jónsson - MMR - Auglýsingastofa ársins
13:55-14:10 Hlé
14:10-14:30 Pipar\TBWA & KFC - Sigurvegari ÁRUNNAR
14:30-15:10 Sigríður Margrét / Karen Osk Gylfadóttir - Lyfja
15:15-16:00 Jesper Jensen - BOOZT
16:00-18:00 Happy hour!
Fréttir vikunnar 17.-24. október! 👆
• @ingibjorgasdis hefur tekið við stöðu Sölu-og markaðsstjóra @vistryggingar
• @sifj hefur tekið við stöðu Rekstrarstjóra @aton.jl
• Ný herferð frá @rvkbrewing, @epaldesign og @bioeffectofficial
• Herferðir frá Orkunni og @dominos_iceland fengu andlitslyftingu.
og margt fleira!
Talsmenn frá þremur íslenskum auglýsingastofum stíga á stokk í hádeginu 28. október næstkomandi og gefa okkur innsýn inn í vegferð spennandi verkefna sem hafa hlotið virtar tilnefningar og viðurkenningar erlendis.
Magnús Magnússon frá auglýsingastofunni Peel segir frá samstarf við fjölþjóðlegu stofuna M&C Saatchi með Looks Like you Need To Let It Out herferðina fyrir Íslandsstofu, sem nýlega gaf af sér þrenn Effie gullverðlaun í Norður Ameríku.
Hrafn Gunnarsson frá Brandenburg, fjallar um vegferðina að Clio verðlaunum fyrir nýja ásýnd íslensku landsliðanna í knattspyrnu, en verkefnið vann stofan fyrir Knattspyrnusamband Íslands.
Talsmenn frá auglýsingastofunni Pipar-TBWA fjalla um samstarfið við innlenda og erlenda viðskiptavini og vegferð þeirra verkefna sem hlotið hafa viðurkenningu til European Search Awards.
Við vekjum athygli á því að viðburðurinn er eingöngu fyrir meðlimi ÍMARK. Frítt er inn á viðburðinn en greitt er 2990kr fyrir hádegisverð, en á boðstólnum er taco.
Takmarkaður sætafjöldi.
Skráningarlinkur i BIO
Fréttir vikunnar 10.-17. október.
• Forstjóri @atlantsolia.is deildir velgengni.
• @brandenburgers hljóta verðlaun fyrir verkefni með @footballiceland
• @pipartbwa tóku á móti @jafnvaegisvogfka
• Nýir markaðsstjórar hjá @gaedabaksturommubakstur og @orkanatturunnar
• Bleik logo hjá @arionbanki og Alfreð
• Squid game og margt fleira!
Fréttir vikunnar 3.-10. október.
➖
Markaðsstjóri @arionbanki hefur sagt starfi sínu lausu
@s4s.is frumsýndi nýja herferð í samstarfi við @brandenburgers
@bleikaslaufan frumsýndi nýja auglýsingu í samstarfi við @kontorreykjavik
@collabiceland frumsýndi nýja auglýsingu í samstarfi við @ennemmad
@kringlaniceland frumsýndi nýja auglýsingu í samstarfi við @kontorreykjavik
@posturinn frumsýndi nýja herferð í samstarfi við @kiwistofan
@kkikarfa tilkynnti @subwayiceland sem nýjan samstarfsaðila
@aton.jl hóf samstarf við @footballiceland
@saharasocialmedia hóf sölu á SAHARA festival
Við vonum að þú hafir haft það gott í sumar! Við ætlum við að kick-starta haustinu með góðu haustpartýi þar sem félagsmenn fengu ekki mörg tækifæri á síðasta starfsári til að hittast og hafa gaman og því eflaust margir orðnir þyrstir.
Haustpartý ÍMARK verður haldið fimmtudaginn 23. september næstkomandi á SKOR í JL húsinu úti á Granda. Það verður píla, Peroni og partý… og karókí fyrir þá sem þora!
DJ Sóley ætlar að halda stuðinu gangandi og mun Ölgerðin bjóða upp á fordrykk.
Við hvetjum auglýsingastofur og fyrirtæki til að skora á hvort annað í pílukeppni. Vegleg verðlaun verða veitt fyrir þann sem ber sigur úr bítum.
Það er mikil tilhlökkun fyrir vetrinum með ÍMARK og erum við að leggja lokahönd á dagskránna. Við erum spennt að kynna fyrir ykkur nýjungar í starfi ÍMARK og vonandi náum við að hittast sem oftast í vetur. Félagagjöldin hafa verið send út og haldast þau óbreytt og eru 14.900 kr. fyrir árið.
Innifalið í félagsgjöldum er aðgangur að viðburðum, fundum og fræðslu sem eingöngu eru fyrir félagsmenn. Afsláttur á ráðstefnur og opna viðburði á vegum ÍMARK og síðast en ekki síst tækifæri til að taka þátt í markaðs- og auglýsingaverðlaunum sem veitt eru á vegum samtakana.
Skráðu þig í partýið eða pílukeppnina með því að senda okkur línu á [email protected].
Athugið að viðburðurinn er eingöngu fyrir félagsmenn ÍMARK. Svo ef þú ert ekki nú þegar skráður getur þú skráð þig með því að smella á link i bio.
#markaðsmál #imark