ÍMARK
ÍMARK - samtök íslensks markaðsfólks
ÍMARK, samtök íslensks markaðsfólks, voru stofnuð árið 1986 og eru samtök einstaklinga sem hafa áhuga á og/eða starfa við markaðsmál. Sigurður Ágúst Jensson var fyrsti formaður ÍMARK og var jafnframt hvatamaður að stofnun samtakanna en hann hafði kynnst starfsemi American Marketing Association á námsárum sínum í Bandaríkjunum. Samtökin hlutu nafnið Íslenski Markaðsklúbburinn, skammstafað ÍMARK og fór svo sannarlega vel af stað. Fræðslu- og morgunverðarfundir voru haldnir, svipaðir þeim sem Sigurður hafði kynnst í AMA, og vöktu þeir bæði athygli og áhuga á markaðsmálum. Tilgangur samtakanna er m.a. að auka veg og virðingu markaðsmála hérlendis og stuðla að auknum skilningi á mikilvægi þeirra. Félagsmenn koma frá öllum helstu fyrirtækjum landsins og hefur breidd félagsmanna aukist á undanförnum árum. Aukin fræðsla og gott tengslanet er mjög mikilvægt í nútímaviðskiptalífi og ÍMARK hefur reynst góður vettvangur í því sambandi.
Margir virtir fyrirlesarar í markaðsfræðum hafa haldið fyrirlestra og námskeið hér á landi á vegum ÍMARK, en meðal þeirra eru m.a. Seth Godin, Mary Flynn frá Disney Institute, Scott Bedbury frá Brandstream, Joseph Pine frá Strategic Horizons LLP, Erich Joachimsthaler frá Vivaldi Partners, Bernd Schmitt frá Columbia University, Henry Mason frá Trendwatching, Diana Derval frá DervalResearch, José Miguel Sokoloff frá Lowe SSP3 ásamt fleira góðu fólki.
Skráðu þig í ÍMARK
Lægra verð á ráðstefnur og viðburði á vegum samtakanna.